spot_img
HomeFréttirRadoslav Kolev til Tindastóls

Radoslav Kolev til Tindastóls

 
Stólarnir hafa samið við búlgarska leikmanninn Radoslav Kolev, sem er tveggja metra framherji. Kolev kom til landsins um helgina líkt og Bandaríkjamaðurinn Josh Rivers. www.tindastoll.is greinir frá.
Á heimasíðu Tindastóls segir:
Eins og margir hafa séð hefur Tindastólsliðinu vantað fleiri leikmenn til að spila undir körfunni og var það mat stjórnar og þjálfara að stoppa þyrfti upp í það gat sem þar var.
 
Radoslav Kolev er leikmaðurinn sem á að rótera með Helga Rafni og Kiki undir körfunni. Hann er 200 cm á hæð og 102 kíló. Hann er sagður mikill baráttujaxl og góður frákastari.
 
Rado kom til landsins á laugardag og mætir á sína fyrstu æfingu með Tindastólsliðinu á mánudag.
 
Josh Rivers kom til landsins á sunnudag og mun einnig mæta á sína fyrstu æfingu á mánudag.
 
Þá er ljóst að leikmannahópur Tindastóls er fullskipaður, ekki seinna vænna, þar sem fyrsti leikurinn í Iceland-Express deildinni verður á Ísafirði á fimmtudaginn. Og nú er bara að vona að strákunum takist að koma nýju mönnum almennilega inn í hlutina á þeim þremur æfingum sem verða fram að fyrsta leik.
 
Fréttir
- Auglýsing -