spot_img
HomeFréttirQuaintance semur við Karhu í Finnlandi

Quaintance semur við Karhu í Finnlandi

Haminn Quaintance var ekki lengi að finna sér annað lið eftir að hafa verið rekinn frá nýliðum Skallagríms í Domino´s deild karla en hann hefur nú gert samning við Karhu í finnsku úrvalsdeildinni.
 
Karhu Kauhajoki er í 5. sæti í finnsku úrvalsdeildinni með 18 sigra og 11 tapleiki. Quiantance verður ekki eini leikmaðurinn í Finnlandi sem komið hefur við í íslensku úrvalsdeildinni því þar hittir hann m.a. fyrir Jeb Ivey sem leikur með Nilan Bisons og J´Nathan Bullock og Giordan Watson sem urðu Íslandsmeistarar með Grindavík á síðustu leiktíð en þeir eru nýju liðsfélagar Quaintance í Karhu.

Heppilegt fyrir Quaintance að hitta fyrir toppnáunga á borð við Bullock og Watson sem eru vel til þess fallnir að strauja úr honum vitleysuna. 

Fréttir
- Auglýsing -