spot_img
HomeFréttirPure Sweat aftur til Grindavíkur í ágúst

Pure Sweat aftur til Grindavíkur í ágúst

Pure Sweat þjálfarinn James Purchin er á leiðinni til Íslands til þess að halda körfuboltabúðir frá 2. til 17. ágúst í Grindavík, en yfirskrift búðanna verður að skora og leikskilningur.

James hélt svipaðar búðir á síðasta ári í Grindavík og samkvæmt forsvarsfólki búðanna var mikil ánægja með þær og stukku þau því á tækifærið til þess að fá hann aftur þegar það bauðst.

Búðirnar eru fyrir alla fædda 2012 og síðar, en búðunum verður skipt upp eftir aldri. Hér fyrir neðan má sjá allar frekari upplýsingar um búðirnar og hlekk til þess að skrá sig.

Hérna er hægt að skrá sig

Hérna má lesa meira um Pure Sweat

Fréttir
- Auglýsing -