spot_img
HomeFréttirPuerto Rico og Brasilía komust í undanúrslitin

Puerto Rico og Brasilía komust í undanúrslitin

10:25

{mosimage}

Kobe Bryant var heitur í nótt 

Það verða Bandaríkin og Puerto Rico annars vegar og Argentína og Brasilía hins vegar sem mætast í undanúrslitum Ameríkumótsins.

8 liða úrslitunum lauk í nótt og sigruðu Bandaríkjamenn Argentínu 91-76 og er þetta í fyrsta skipti í mótinu sem Bandaríkjamenn skora undir 100 stigum í leik í mótinu. Kobe Bryant var stigahæstur heimamanna með 27 stig en næstur honum kom Carmelo Anthony með 18. Luis Scola var stigahæstur Argentínumanna með 20 stig. 

Brasilía tryggði sér þriðja sætið með öruggum sigri á Uruguay 96-62 þar sem Leandrinho Barbosa hélt uppteknum hætti og skorað 32 stig. Esteban Batista skoraði 17 stig og tók 10 fráköst fyrir Uruguay. 

Puerto Rico náði svo fjórða sætinu með því að leggja Kanada 72-66 og hafði þar með betur innbyrðis en liðin voru jöfn að stigum. Carlos Arroyo skoraði mest fyrir Puerto Rico eða 22 stig en hjá Kanada var David Thomas stigahæstur með 18 stig. 

Mexíkóar tryggðu sér að lokum sjöunda sætið með sigri á Venezuela 101-91. Anthony James Pedroza Durazo var stigahæstur Mexíkóa með 27 stig en Hector Romero skoraði mest Venezuelamanna eða 23 stig. 

Undanúrslitin fara svo fram á morgun.

 [email protected] 

Mynd: www.fibaamerica.com

Fréttir
- Auglýsing -