spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Pryor og Danero nýliðar í landsliðinu - Æfingahópur fyrir forkeppni Eurobasket klár

Pryor og Danero nýliðar í landsliðinu – Æfingahópur fyrir forkeppni Eurobasket klár

Æfingahópur A-landsliðs karla fyrir komandi verkefni var tilkynntur nú fyrir stuttu, Fjórir nýliðar eru í hópnum en framundan eru æfingaleikir gegn Noregi auk leikja í forkeppni fyrir Eurobasket 2021. 
 
Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Noregi í Bergen en norska körfuknattleikssambandið fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og bíður Íslandi í heimsókn sem verður um leið liður í undirbúningi Íslands fyrir leiki í forkeppni að EuroBasket 2021 (EM) í vetur. Fyrsti leikur Íslands verður í Portúgal þann 16. september, og svo verða næst tveir leikir í nóvember og tveir í febrúar 2019.
 
Fyrst verður hópur leikmenn boðaðir til æfinga dagana 30.-31 ágúst. Þeir leikmenn sem valdir verða fyrir leikina gegn Noregi æfa svo áfram 1. september og halda svo út til Noregs 2.-4. september. Þeir leikmenn sem ekki verða valdir ljúka þar með í bili sinni þátttöku með landsliðinu fyrir leikinn í landsliðsglugganum í september.
 
Þegar heim er komið hefjast æfingar aftur 7. september. Þangað verður búið að boða þá leikmenn úr fyrri æfingahópnum sem eiga að koma til áframhaldandi æfinga auk þeirra sem boðaðir hafa verið beint til æfinga í þann æfingahóp. Á þessum tíma koma leikmenn inn sem leika með erlendum liðum einnig til liðs við æfingahópinn hér heima. Æft verður í lokaæfingahóp til 14. september þegar farið verður út til Portúgals.
 
Fjórir leikmenn hafa ekki leikið landsleik með A-landsliði karla í þessum hóp, það eru þeir Emil Barja og Kristján Leifur Sverrisson sem hafa verið í æfingahópum áður, og þá eru Danero Thomas og Collin Pryor, sem hlutu íslenskan ríkisborgararétt í sumar, að mæta á sínar fyrstu landsliðsæfingar. Samkvæmt reglum FIBA má einn leikmaður leika með landsliði hverju sinni sem veittur hefur verið annar ríkisborgarréttur eftir 18 ára aldur en þann sem hann hafði frá fæðingu.
 
Leikmannahópurinn sem boðaður er til æfinga:
(Leikmenn eru merktir hjá þeim liðum sem þeir eru skráðir í hjá KKÍ)
 
Collin Pryor · Stjarnan
Danero Thomas · Tindastóll
Elvar Már Friðriksson · Denain, Frakkland
Emil Barja · Haukar
Emil Karel Einarsson · Þór Þorlákshöfn
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Haukur Helgi Pálsson Briem · Nanterre 92, Frakkland
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Jón Arnór Stefánsson · KR
Kári Jónsson · Barcelona, Spánn
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Kristjan Leifur Sverrisson · Haukar
Kristófer Acox · Denain, Frakkland
Maciej Baginski · Njarðvík
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll
Ragnar Nathanaelsson · Njarðvík
Tómas Hilmarsson · Stjarnan
Tryggvi Hlinason · Monbus Obradorio/Valencia, Spánn
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan
 
Leikmenn sem boðaðir voru en verða ekki með að þessu sinni:
Pavel Ermonlinskij gaf ekki kost á sér og Sigtryggur Arnar Björnsson að ná sér af meiðslum. Þá eru tveir leikmenn, Jón Axel Guðmundsson og Breki Gylfason, við nám í USA og komast ekki frá og þá er Dagur Kár Jónsson við æfingar með sínu nýja liði í Austurríki en hann er að hefja atvinnumannaferil sinn þar.
Fréttir
- Auglýsing -