spot_img
HomeFréttirPrincess Lacey látin

Princess Lacey látin

Í marsfári háskólaboltans í Bandaríkjunum urðum við vitni að einstakri vináttu Adreian Payne og Lacey Holsworth. Payne leikur með Michigan State í háskólaboltanum en hann og Lacey Holsworth voru miklir vinir og kynntust þegar leikmenn Michigan heimsóttu spítala þar sem Lacey lá inni. Upp tókust sterk og óvenjuleg vinabönd millum Payne og Holsworth og fyrr en varði var Holsworth orðin að innblæstri liðsmanna Michigan.
 
 
Raunar vakti þessi litla stúlka athygli víðar og hafa fjölmargir tengdir bandaríska háskólaboltanum vottað Payne og foreldrum Lacey virðingu sína. Stúlkan litla fékk viðurnefnnið Princess Lacey og var jafnan hvers manns hugljúfi á leikjum Michigan State.
 
Eftir erfiða baráttu Lacey Holsworth lést hún af völdum krabbameins. Payne hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna þessa sem hann botnar á þennan veg: „My princess is now an angel.“
 
Dick Vitale sem er einn af þekktustu sjónvarpsmönnum ESPN var harmi sleginn yfir þessum fregnum og hringdi í föður Lacey, Matt Holsworth, og tilkynnti honum að hann myndi gefa 250.000 Bandaríkjadali í nafni Lacey og að söfnun væri hafin inni á dickvitaleonline.com
 
  
Fréttir
- Auglýsing -