spot_img
HomeFréttirPowerademótið hófst í dag

Powerademótið hófst í dag

18:16
{mosimage}

Íslandsmótið í körfuknattleik er handan við hornið og venju samkvæmt er undanfari mótsins Poweradebikarinn sem hófst í dag kl. 17:00 þegar silfurlið KR í kvennaflokki tók á móti Fjölni í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Í hinum kvennaleiknum í dag mætast svo Haukar og Valur að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15.

Þá eru tveir leikir í karlaflokki í kvöld kl. 19:15. Í Vesturbænum fer fram tvíhöfði þar sem KR tekur á móti FSu strax að loknum kvennaleik KR og Fjölnis. Skallagrímur tekur svo á móti Tindastólsmönnum í Borgarnesi kl. 19:15.

Fréttir
- Auglýsing -