spot_img
HomeFréttirPoweradebikarinn: Undanúrslitin í kvöld

Poweradebikarinn: Undanúrslitin í kvöld

11:55
{mosimage}

(Hlynur og félagar í Snæfell eru ríkjandi Bikar- og Powerademeistarar)

Undanúrslitin í Poweradebikarkeppni karla fara fram í kvöld í Laugardalshöll og hefst fyrri leikur kvöldsins kl. 19:00. Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta KR í fyrri leiknum en í síðari leiknum sem hefst kl. 21:00 mætast Grindavík og Snæfell.

KR lagði FSu og ÍR á leið sinni í undanúrslit en Keflavík lék sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum og hafði þá öruggan sigur á Þór Akureyri. Snæfell kom einnig beint inn í 8-liða úrslitin og lagði þá Tindastól örugglega í Stykkishólmi og Grindavík vann góðan 104-86 sigur á grönnum sínum í Njarðvík.

Von er á hörkuleikjum í kvöld en eins og flestir ættu að vita hafa margir atvinnumenn snúið heim að nýju og óhætt að segja að mikil spenna sé farin að gera vart við sig fyrir komandi tímabili.

Leikir kvöldsins – Laugardalshöll:

19:00 – Keflavík-KR
21:00 – Grindavík-Snæfell

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -