spot_img
HomeFréttirPoweradebikar: Dregið í 16-liða úrslit

Poweradebikar: Dregið í 16-liða úrslit

 
Dregið verður í 16-liða úrslit í Poweradebikar karla og kvenna í dag fimmtudag klukkan 12:00 og mun drátturinn fara fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal í fundarsal á 3. hæð. www.kki.is greinir frá. 
Í pottinum hjá konunum verða samtals 13 lið, það eru liðin átta í Iceland Express-deildinni, Grindavík, Fjölnir, Hamar, Haukar, Njarðvík, Keflavík, KR og Snæfell og svo Stjarnan, Skallagrímur, Laugdælir, Þór Akureyri og Valur. Dregið verður í fimm viðureignir í dag sem skilar átta liðum í næstu umferð.
 
Hjá körlunum verða í pottinum Grindavík, KR, Njarðvík, Ármann, Hamar, Þór Þorlákshöfn, Laugdælir, Njarðvík b, Keflavík, Skallagrímur, Haukar, Snæfell, Tindastóll, ÍR, KFÍ og svo sigurvegari úr viðureign Vals b og Fjölnis sem á eftir að fara fram.
 
Fréttir
- Auglýsing -