Þá höfum við á Karfan.is lokað pottinum fyrir þá fjóra miða sem við ætlum að gefa á landsleik Íslands og Bosníu annað kvöld í undankeppni EuroBasket 2015. Fjöldi manns skellti sér í pottinn og verður haft samband við vinningshafa strax að drætti loknum en dregin verða út tvö nöfn sem hvert um sig hlýtur tvo miða á leikinn.
Við bendum fólki einnig á að miðasala er í fullum gangi inni á miði.is en hana er hægt að nálgast með því að smella á auglýsinguna hér að neðan.