spot_img
HomeFréttirPortland upp í fjórða sætið í Vestrinu

Portland upp í fjórða sætið í Vestrinu

{mosimage}11:15:17
Síðustu leikir NBA deildarinnar snúast nú um að liðin sem hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni eru að berjast um heimaleikjarétt í fyrstu umferðunum. Í nótt komust Portland upp fyrir San Antonio í fjórða sæti Vesturdeildarinnar með sigri á LA Clippers, 72-87 og Orlando duttu niður í þriðja sæti í Austurdeildinni með tapi gegn NJ Nets, 103-93.

 

Tapið var enn sárara þar sem Hedo Turkoglu meiddist og gæti verið frá í úrslitakeppninni auk þess sem Rashard Lewis er að berjast við sárindi í hné.

 

Þá komst Chicago upp fyrir Detroit í sjöunda sæti Austurdeildarinnar. Chicago vann Charlotte 113-106 og Detroit tapaði fyrir Indiana, 106-102. Það er hins vegar óljóst hvað er að græða á því að mæta frekar Boston en Cleveland.

 

Hér eru úrslit næturinnar:

 

Detroit 102

Indiana 106

 

Orlando 93

New Jersey 103

 

Phoenix 110

Minnesota 97

 

Charlotte 106

Chicago 113

 

Oklahoma City 98

Milwaukee 115

 

Golden State 118

Utah 108

 

Portland 87

LA Clippers 72

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -