spot_img
HomeFréttirPortland Trailblazers - Hvað næst?

Portland Trailblazers – Hvað næst?

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Portland Trailblazers

 

Heimavöllur: Moda Center

Þjálfari: Terry Stotts

 

Helstu komur: Andrew Nicholson.

Helstu brottfarir: Allen Crabbe, Festus Ezeli.

 

 

Portland Trailblazers enduðu tímabilið í fyrra virkilega vel. Eftir að þeir fengu langþráð kjöt í teiginn í Yusuf Nurkic þá tók liðið virkilega við sér og sigrarnir fóru að rúlla inn, þá fengu frábærir bakverðir liðsins loksins tækifæri til þess að spila agressívari vörn, vitandi af manni fyrir aftan þá að passa körfuna. Það fer samt alveg að koma tími á að þetta Portland lið fari að gera aðeins meira. Kannski gerist það í vetur.

 

Styrkleikar liðsins felast fyrst og fremst í frábærum leikstjórnanda liðsins, Damian Lillard sem hefur sýnt það á sínum NBA ferli að hann sækir í stóru skotin. Bakvarðafélagi hans, CJ McCollum er einnig frábær leikmaður og svo mannar Yusuf Nurkic teiginn. Terry Stotts þjálfari hefur svo náð fínum árangri með þetta lið og þeir verða virkilega gott sóknarlið í vetur.

 

Varnarleikurinn hefur verið vandamál og þá sérstaklega vörnin fyrir utan þriggja stiga línuna, ég sé það ekki breytast mikið. Þeir spila með Al Farouq Aminu sem speisar gólfið illa og svo hefur Evan Turner ekki náð að finna fjölina sína ennþá eftir að hafa fengið stórann samning. Portland liðið er með frábæra fyrstu 3 leikmenn, en restin er ekki neitt sérstaklega sterk.

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Damian Lillard
CJ McCollum
Mo Harkless
Al Farouq Aminu
Yusuf Nurkic

 

 

Fylgstu með: Yusuf Nurkic. Við fengum að sjá í lok síðasta tímabils hvers hann er megnugur eftir að hafa lítið fengið að spila í Denver.

Gamlinginn: Enginn yfir 28 ára.

 

 

Spáin: 48–34 – 7. sæti   

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7. Portland Trailblazers

6.

5.

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -