spot_img
HomeFréttirPopovich þjálfari ársins í NBA deildinni

Popovich þjálfari ársins í NBA deildinni

Gregg Popovich þjálfari San Antonio Spurs í NBA deildinni hefur verið valinn þjálfari ársins. Verðlaunin heita ,,The Red Auerbach Trophy" en þetta er í annað sinn sem Popovich hlýtur þennan eftirsótta heiður.
Alls voru 119 íþróttafréttamenn sem tóku þátt í kjörinu og fékk Popovich 77 atkvæði í fyrsta sæti. Með Popovich í brúnni á sínu sextánda ári hjá Spurs vann liðið 50 deildarleiki og tapaði 16. Nú hefur kappinn stýrt Spurs inn í 15 úrslitakeppnir í röð sem er lengsta ,,streak-ið" í gangi í NBA deildinni.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -