NBA meistarar Golden State Warriors og San Antonio Spurs mættust í NBA deildinni í nótt þar sem þjálfunargoðinu Pop og lærisveinum var hreinlega pakkað saman! Golden State jarðaði leikinn 120-90!
Stephen King Curry splæsti í 37 stig, tók 2 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 5 boltum í leiknum. Livingston og Rush komu svo báðir með 13 stig af bekknum hjá Warriors en sex leikmenn liðsins gerðu 11 stig eða meira í leiknum. Kawhi Leonard var einn með lífsmarki hjá Spurs eftir þessa útreið með 16 stig og 5 fráköst. Póstar eins og Parker, Ginobili og Green skoruðu samtals 16 stig í leiknum…algert þrot!
Á síðustu átta dögum hafa Warriors unnið Cleveland, Chicago og San Antonio með 30 stiga mun. „Kjarni liðsins hefur verið saman í nokkurn tíma núna og skilur hvernig á að undirbúa sig andlega fyrir kvöld sem þessi,“ sagði Curry eftir leikinn.
Tapið í nótt var það sjöunda hjá Spurs í deildinni og jafnfram 41. sigurleikur Warriors sem eru með langbesta árangur deildarinnar eða 91% vinninghlutfall (41-4).
Tilþrif leiksins
Önnur úrslit næturinnar:
| 1 | 2 | 3 | 4 | T |
|---|---|---|---|---|
| 22 | 31 | 31 | 32 | 116 |
|
|
|







