Pólska landsliðið undirbýr sig nú að kappi fyrir Eurobasket 2017 þar sem liðið er í A-riðli ásamt Frakklandi, Slóveníu, Finnlandi, Grikklandi og auðvitað Íslandi.
Andy Mazurczak var síðasti maðurinn til að missa sæti sitt í liðinu eftir æfingaleiki gegn Tékklandi, eftir það er 12 manna lokahópur Póllands klár og ljóst hvaða leikmenn munu mæta Íslandi í Helsinki eftir einungis nokkra daga.
Í liðinu eru leikmenn úr stærstu deildum evrópu en stærsta stjarna liðsins Marcin Gortat leikmaður Washington Wizards hefur lagt landsliðsskónna á hilluna. Przemyslaw Karnowski ættu aðdáendur háskólaboltans að kannast vel við. Hann hefur leikið með Gonzaga háskólanum síðustu fimm ár en hann varð fyrir hræðilegum meiðslum á miðjum háskólaferli sínum. Á tímabili var ekki ljóst hvort hann gæti leikið körfubolta aftur en bakmeiðsli hans voru gríðarleg. Bati hans var ótrúlegur og leiddi hann frábært lið Gonzaga alla leið til úrslita í March Madness þar sem liðið tapaði fyrir North Carolina.
Karnowski var ekki valinn í nýliðavalinu fyrr í sumar en lék með Orlando Magic í sumar deildinni við nokkuð góðan orðstýr. Síðar í sumar samdi hann svo við MoraBanc Andorra sem leikur í spæsnku ACB deildinni. Það verður því fróðlegt að sjá hann mæta íslenska liðinu á mótinu.
Tólf manna hópur Póllands fyrir Eurobasket er hér að neðan:
Micha? Soko?owski (Rosa Radom)
Aaron Cel (Polski Cukier Toru?)
A.J. Slaughter (ASVEL Lyon-Villeurbanne)
Damian Kulig (Banvit)
Przemys?aw Zamojski (Stelmet BC Zielona Góra)
Mateusz Ponitka (Iberostar Tenerife)
Adam Waczy?ski (Unicaja Malaga)
?ukasz Koszarek (Stelmet BC Zielona Góra)
Tomasz Gielo (Joventut Badalona)
Przemys?aw Karnowski (MoraBanc Andorra)
Karol Gruszecki (Polski Cukier Toru?)
Adam Hrycaniuk (Stelmet BC Zielona Góra)
Mynd: Eurohoops.net