spot_img
HomeFréttirPólverjar kjöldrógu íslenska liðið

Pólverjar kjöldrógu íslenska liðið

 

Ísland tapaði í dag sínum öðrum leik á lokamóti EuroBasket í Finnlandi gegn Póllandi, 61-91. Næst leikur liðið gegn Frakklandi á morgun kl. 10:45.

 

Byrjunarliðið:

Pavel Ermolinskij

Hlynur Bæringsson

Hörður Axel Vilhjálmsson

Martin Hermannsson

Haukur Helgi Pálsson

 

Saga leiksins:

Íslenska liðið byrjaði þennan leik mun betur heldur en þeir höfðu gert í fyrsta leiknum gegn Grikklandi. Komast í 6-0 á upphafsmínútum leiksins. Eru svo yfir allt þangað til að fyrsti leikhlutinn er rúmlega hálfnaður. Hlutann enda pólverjar sterkt, eru með tveggja stiga forystu fyrir annan, 14-16.

 

Annar leikhlutinn var svo mikið til eign Póllands. Eiga tvö 7-0 áhlaup í honum, þar sem að á köflum íslensku strákunum virtist fyrirmunað að svara fyrir sig. Einnig nælir besti leikmaður síðasta leiks, Haukur Helgi Pálsson, sér í sína þriðju villu snemma, en þrátt fyrir að hann hafi kannski ekki sett upp mikla tölfræði í leiknum fram að því var hans saknað af báðum endum vallarins. 

 

Pólland fer með 12 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 29-41, þar sem að Hörður Axel (11 stig) og Martin (7 stig) voru atkvæðamestir fyrir Ísland.

 

Upphaf seinni hálfleiksins var svo frekar slappt hjá Íslandi. Þriðji leikhlutanum tapa þeir með 8 stigum gegn 19 og staðan því komin í 37-60 fyrir lokaleikhlutann. Fjórði leikhlutinn svo ekkert skárri og fer svo að lokum að þeir atap leiknum með 30 stigum, 61-91.

 

Kjarninn:

Ísland byrjaði leikinn vel og var inni í honum allt fram að hálfleik. Að ekkert leikhlé hafi verið tekið eða nein sjáanleg breyting hafi verið á leik liðsins í þriðja leikhlutanum er ráðgáta. Einnig er hægt að velta fyrir sér afhverju sumir leikmanna liðsins hafi verið teknir með á lokamótið, hafi það ekki verið ætlunin að nota þá, í það minnsta þegar að öðrum gengur slíkt skelfilega inni á vellinum.

 

Tölfræðin lýgur ekki:

Af mörgu að taka. Vítanýting íslenska liðsins var 50% á móti 89% Póllands í dag.

 

Hetjan:

Hörður Axel Vilhjálmsson var ljósið í því myrkri sem íslenska liðið var í dag, skoraði 16 stig og tók 2 fráköst á þeim 26 mínútum sem hann spilaði.

 

Myndasafn

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -