Íslenska landsliðið lék gegn sterku liði Póllands í gærkvöldi á heimavelli þeirra í Katowice á lokamóti EuroBasket 2025.
Einn allra besti leikmaður Póllands á mótinu hefur verið Bandaríkjamaðurinn Jordan Loyd, en hann fékk vegabréf og leyfi til að spila með pólska landsliðinu í aðdraganda mótsins.
Samkvæmt reglum má vera með einn leikmann sem hefur skipt um þjóðerni í liðinu hverju sinni og hefur myndast markaður fyrir þessa leikmenn á síðustu árum, þar sem þjóðir ná sér venjulega í Bandaríkjamann til þess að spila með þeim.
Þannig var það með Pólland nú í byrjun ágúst, en Pólland er alls ekki eina landið sem náð sér hefur í kana til þess að leika fyrir landslið sitt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða þjóðir hafa náð sér í kana sem leikur fyrir þá á EuroBasket 2025.
Tyrkland
Shane Larkin
Portúgal
Travante Williams
Svartfjallaland
Kyle Allman
Bosnía
John Roberson
Georgía
Kamar Baldwin
Grikkland
Tyler Dorsey
Ítalía
Darius Thompson
Kýpur
Darral Willis Jr.
Ísrael
Khadeen Carrington
Pólland
Jordan Loyd



