spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaPollamóti Þórs Akureyri frestað til 6. mars

Pollamóti Þórs Akureyri frestað til 6. mars

Pollamóti Þórs Akureyri sem fara átti fram 21. nóvember hefur verið frestað. Samkvæmt tilkynningu félagsins hefur því þó ekki verið aflýst, en mótshaldarar gera ráð fyrir að halda það þann 6. mars.

Tilkynning:

Pollamóti Þórs í körfuknattleik frestað til laugardagsins 6. mars

Heil og sæl, kæra körfuknattleiksfólk

Núgildandi ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda þýða að mótsnefnd þarf að fresta Pollamóti Þórs í körfuknattleik, en mótið átti að halda 21. nóvember. Okkur í mótsnefndinni þykir þetta afar miður en það er einfaldlega ekki hægt að halda mótið miðað við núverandi reglur. Þar að auki eru engar líkur á því að sóttvarnarreglurnar verði í rýmkaðar nægjanlega mikið fyrir laugardaginn 21. nóvember.

Við leggjum hins vegar ekki árar í bát enda Þórsarar annálað bjartsýnisfólk og við munum halda mótið laugardaginn 6. mars í Íþróttahöllinni á Akureyri. Allt er þegar þrennt er! Þetta verður geggjað mót, fullt af liðum skráð til leiks og okkur hlakkar mikið til að taka á móti ykkur öllum. Áfram gakk!

Körfuboltakveðja, mótsnefnd.

Fréttir
- Auglýsing -