spot_img
HomeFréttirPollamót Þórs verður haldið 30. september - Skráning hafin

Pollamót Þórs verður haldið 30. september – Skráning hafin

Pollamót Þórs verður haldið laugardaginn 30. september næstkomandi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Sem fyrr verður keppt í þremur flokkum: karlar 25 til 39 ára; karlar 40 ára og eldri og konur 20 ára og eldri. Í mótslok verður blásið til glæsilegrar grillveislu og kvöldskemmtunar þar sem skemmtikraftar stíga á stokk og boðnar verða upp keppnistreyjur fremstu körfuknattleiksmanna landsins.

Síðasta Pollamót Þórs í körfukattleik var vel sótt og heppnaðist frábærlega í alla staði. Stefnan að gera enn betur í ár. Skráningar lofa góðu en til að skrá lið til leiks þarf að senda tölvupóst á [email protected].

Nánari upplýsingar um mótið og kvöldskemmtunina verða birtar þegar nær dregur.

Fréttir
- Auglýsing -