spot_img
HomeFréttirPollamót Þórs laugardaginn 25. september í Íþróttahöllinni á Akureyri

Pollamót Þórs laugardaginn 25. september í Íþróttahöllinni á Akureyri

Pollamót Þórs í körfuknattleik verður haldið á morgun, laugardaginn 25. september, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Mótið verður það stærsta til þessa en keppt verður í flokkum karla 25 til 39 ára, karla 40 ára og eldri og kvenna 20 ára og eldri.  

Mótið hefst kl. 10:30 og er spilað fram til kl. 18:30. Spilað verður á tveimur völlum. Gestir og gangandi eru velkomnir í Höllina til að berja léttleikandi körfuknattleiksfólk á besta aldri augum. Ekkert kostar inn á mótið fyrir gesti en það verður opin sjoppa þar sem hægt verður að kaupa sér hamborgara, íþróttadrykki, banana, nammi og gos. Ágóðinn af mótinu rennur til Körfuknattleiksdeildar Þórs.

Að mótinu loknu verður kvöldskemmtun í Íþróttahöllinni. Þar mun fjörið halda áfram með verðlaunaafhendingu, skemmtiatriðum (Helga Braga Jónsdóttir treður upp!), körfubolta pub quiz, tónlist o.s.frv. Keppendur geta keypt sér mat og drykk á kvöldskemmtuninni.

Meðan á mótinu stendur geta keppendur og aðrir áhugasamir boðið í áritaða Valencia-keppnistreyju Martins Hermannsonar, sem verður til sýnis á mótsstað.

Pollamóts Þórs í körfuknattleik er styrkt af Viðburða- og vöruþróunarsjóði Akureyrarbæjar.

Sjá frekari upplýsingar á Facebook síðu Pollamóts Þórs í körfuknattleik

Fréttir
- Auglýsing -