spot_img
HomeFréttirPistons ríða á vaðið með naumum sigri

Pistons ríða á vaðið með naumum sigri

09:51 

{mosimage}

 

(Hingað og ekki lengra! Jason Maxiell blokkar LeBron James)

 

Chaunsey Billups reyndist hetja Pistons í nótt þegar hann setti niður þriggja stiga körfu og breytti stöðunni í 79-76 Pistons í vil þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka. Karfan reyndist sú síðasta í leiknum og því hafa Pistons tekið 1-0 forystu í úrslitaeinvígi Austurstrandarinnar í NBA deildinni gegn Cleveland Cavaliers. Cavs áttu möguleika á því að jafna metin þegar LeBron James keyrði upp að körfunni, hætti sjálfur við að skjóta og sendi boltann út á Donyell Marshall sem brenndi af opnu þriggja stiga skoti þegar 5,9 sekúndur voru til leiksloka.

 

Rip Hamilton var atkvæðamestur í liði Pistons í nótt með 24 stig og 7 stoðsendingar en Rasheed Wallace kom honum næstur með 15 stig, 12 fráköst og 7 varin skot. Hjá Cleveland var Zydrunas Ilgauskas með 22 stig og 13 fráköst en það kom á óvart hve hægt LeBron James hafði um sig í stigaskorinu þar sem hann setti aðeins niður 10 stig en var engu að síður mjög tæpur á þrennunni þar sem hann tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar ásamt því að stela 4 boltum. Stigaskor James er það lægsta sem hann hefur skorað í úrslitakeppninni og þá fór hann aldrei á vítalínuna.

 

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -