spot_img
HomeFréttirPistons endurtóku leikinn, bókstaflega

Pistons endurtóku leikinn, bókstaflega

10:31 

{mosimage}

 

 

(Wallace gerði sigurkörfu Pistons í nótt og var stigahæstur sinna manna) 

 

 

Detroit Pistons hafa tekið 2-0 forystu í úrslitum Austurstrandarinnar í NBA deildinni eftir 79-76 sigur á Cleveland Cavaliers en það eru, ótrúlegt en satt, sömu lokatölur og í fyrsta leik liðanna. Rasheed Wallace fór mikinn í liði Pistons í fjórða og síðasta leikhlutanum þar sem hann gerði 10 stig af 16 í leikhlutanum. Þá átti Wallace einnig síðustu körfu leiksins er hann skaut yfir LeBron James og skoraði úr teigskotinu þegar 24 sekúndur voru til leiksloka.

 

Tayshaun Prince lék aftur í nótt fantagóða vörn á LeBron James en þrátt fyrir það var James stigahæstur í liði Cavs með 19 stig og gaf auk þess 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Góðir varnartilburðir Prince eru kostnaðarsamir þar sem leikmaðurinn virðist ekki eiga nægilegt þrek í sóknirnar eftir að hafa verið að kljást við eina öflugustu sóknarvél síðari tíma á hinum enda vallarins. Princ brenndi af öllum 8 skotum sínum af gólfinu í gær og gerði aðeins 1 stig í leiknum er hann hitti úr öðru tveggja víta sinna.

 

Rasheed Wallace var stigahæstur hjá Pistons með 16 stig og 11 fráköst en þeir Chaunsey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 13 stig.

 

Nú færist einvígið á heimavöll Cleveland í Quicken Loans Arena þar sem næstu tveir leikir í einvíginu munu fara fram.

 

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -