spot_img
HomeFréttirPippen ráðleggur Zion Williamson að hætta að spila með Duke

Pippen ráðleggur Zion Williamson að hætta að spila með Duke

Fyrrum NBA leikmaðurinn og Heiðurshallarmeðlimurinn Scottie Pippen segir að leikmaður Duke í bandaríska háskólaboltanum, Zion Williamson, ætti ekki að spila meira á þessu tímabili. Segir Pippen að með því að spila sé hann að taka áhættu á að meiðast alvarlega og koma þannig í veg fyrir að ferill hans í NBA deildinni blómstri eftir að hann fer þangað á næsta tímabili.

Williamson hefur heillað alla þá sem hafa séð hann spila það sem af er tímabili og talið er næsta öruggt að hann muni fara með fyrsta valrétt nýliðavals deildarinnar nú í vor.

Samkvæmt samtali við USAToday, segir Pippen:

Ég held hann sé nú þegar búinn að tryggja sér stærsta skósamninginn. Hann fer örugglega með fyrsta valrétt. Hann er búinn að gera nóg fyrir háskólaboltann, nú snýst þetta um hann persónulega. Fyrir hann, sem ungan leikmann, ætti hann að taka sér pásu. Það er það sem að ég myndi gera, með því að spila áfram er hann bara að taka áhættuna á að meiðast alvarlega”

Háuljósin frá tímabili Wiliamson:

 

Fréttir
- Auglýsing -