spot_img
HomeFréttirPippen leiðréttir – Jordan bestur ekki LeBron

Pippen leiðréttir – Jordan bestur ekki LeBron

Scottie Pippen, fyrrum liðsfélagi Michael Jordans, vakti mikla athygli í úrslitakeppni NBA þegar hann sagði að LeBron James gæti verið sá besti til að spila körfubolta. Fékk Pippen mikla gagnrýni á þetta enda Michael Jordan talinn allra snjallasti körfubolta- sem og íþróttamaður heims frá upphafi.
Pippen útskýrði mál sitt betur og sagðist hafa einfaldlega að veita LeBron smá viðurkenningu sem leikmanni þegar hann gaf í skyn í útvarpsviðtali að LeBron gæti verið sá besti.
Hann sagði í viðtali að allir viti að Jordan sé besti sem hefur spilað körfubolta og að ummæli hans verið tekin aðeins úr samhengi.
 
Pippen sagði að í téðu viðtali að Jordan færi án efa besti skorari sögunnar en James gæti verið sá besti til að spila leikinn og meinti þá sem alhliða leikmaður.
 
Pippen sem starfar m.a. sem sendiherra Bulls hefur rætt nokkrum sinnum við Jordan eftir þessi ummæli og er enginn illindi milli fyrrum samherjanna.
 
Mynd: Félagarnir Pippen og Jordan á góðri stundu.

 
Fréttir
- Auglýsing -