spot_img
HomeFréttirPippen fær 3 milljónir kr. fyrir leikinn

Pippen fær 3 milljónir kr. fyrir leikinn

13:15
{mosimage}

(Scottie Pippen, einn sá allra besti) 

Scottie Pippen, fyrrum leikmaður meistaraliðs Chicago Bulls í NBA-deildinni, leikur á föstudaginn með sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall Dragons og verður það þriðji leikur hans á rúmri viku í Skandinavíu. Pippen lék um s.l. helgi tvo leiki með finnska liðinu Torpan Pojat og líkaði honum vistin í Finnlandi vel. Með liði Torpan leikur bandaríski leikmaðurinn Tyson Patterson sem lék með Íslandsmeistaraliði KR á síðustu leiktíð. Frá þessu er greint á www.mbl.is  

Pippen sagði á fundi með fréttamönnum í gær í Sundsvall að Mike Wilhelm aðstoðarþjálfari Chicago Bulls væri aðalhvatamaðurinn á bak við ferð hans til Finnlands og Svíþjóðar. 

„Mike þekkir marga í Svíþjóð og Finnlandi. Hann hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að skoða nýja staði og spila körfubolta í leiðinni. Ég sló til og ég sé ekki eftir því,“ sagði Pippen m.a. í gær en hann er 42 ára gamall og hætti að spila í NBA-deildinni fyrir þremur árum síðan. Hann er sexfaldur NBA-meistari með Bulls en einnig lék hann með Houston Rockets og Portland Trailblazers. 

Pippen fær að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter, rétt tæplega 3 milljónir kr í sinn hlut fyrir leikinn í Svíþjóð. „Ég er ekki að þessu til þess að ná mér í pening. Ég á nóg af peningum. Það sem skiptir mestu máli er að með þessu ferðalagi þá fæ ég tækifæri til þess að skoða heiminn aðeins betur og efla körfuboltann sem íþrótt á heimsvísu,“ bætti Pippen við en hann er aðeins einn af fjórum leikmönnum Bulls sem hafa fengið keppnistreyju sína hengda upp í rjáfur á heimavelli félagsins. Keppnistreyja hans, nr. 33, verður ekki notuð aftur hjá Bulls en hinir þrír eru Michael Jordan (23), Jerry Sloan núverandi þjálfari Utah Jazz (4) og Bob Love sem var ávallt með númerið 10 á bakinu. 

Frétt tekin af www.mbl.is

Mynd: www.msnbc.msn.com

Fréttir
- Auglýsing -