spot_img
HomeFréttirPippen aftur til Bulls

Pippen aftur til Bulls

Scottie Pippen er genginn aftur til liðs við Chicago Bulls en hann var sexfaldur meistari með þeim á sínum tíma. Ekki er Pippen þó að fara berjast á parketinu en hann hefur verið skipaður í embætti sendiherra félagsins.
Meðal þess sem Pippen mun sinna er þátttaka í ýmsum viðburðum á félagsins ásamt því að vera á heimaleikjum og umgangast stuðningsmenn sem og stuðningsaðila. Hann mun einnig skrifa pistla fyrir félagið á heimasíðu þess og vera virkur á BullsTV.
 
Það þarf ekki að taka fram hve stóran sess Pippen á í sögu Chicago en hann var lykilmaður í sex meistaratitlum Chicago ásamt Michael Jordan.
 
Þessi tilnefning sýnir fram á hve mikils metinn Pippen er í Chicago en það er ljóst að félagið ætlar sér stóra hluti inn á vellinum sem utan hans næsta vetur.
 
Pippen er meðlimur Frægðarhallarinnar(Hall of Fame) en ásamt hans sex meistaratitlum í NBA varð hann Ólympíumeistari tvisvar sinnum með bandaríska landsliðinu.
 
Mynd: Pippen er einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Hann fær nú tækifæri til að vinna aftur með sínu gamla félagi.
 
Fréttir
- Auglýsing -