spot_img
HomeFréttirPierre The Pelican undir hnífinn

Pierre The Pelican undir hnífinn

 Pierre the Pelican eða lukkudýr þeirra New Orleans manna mun á komandi dögum fara undir hnífinn og gangast undir aðgerð.  Um er að ræða aðgerð á goggi lukkudýrsins. “Það er óhætt að segja að þetta er mjög svo sjaldgæf aðgerð fyrir okkur læknateymið og við munum þurfa að nota óhefðbundin tæki og tól í þessa aðgerð.” sagði  Dr Matthew McQeen úr lækna teymi þeirra New Orleans manna.
 
En að öllu gríni slepptu hjá þeim vestra hafs þá er lukkudýr þeirra svo sannarlega að fara í “fegrunaraðgerð” en útlitið á lukkudýrinu og helst andliti þess hefur frekar verið að hræða börnin heldur en hitt og því hefur þessi ákvörðun verið tekinn.  Dæmi nú hver fyrir sig um hversu hræðilegur Pierre er en margar myndir eru af lukkudýrinu “shop-aður” í hinum ýmsu vafasömu hryllingsmynda atriðum á netinu. 
Fréttir
- Auglýsing -