spot_img
HomeFréttirPierce segir upp samningi við Boston

Pierce segir upp samningi við Boston

Paul Pierce, framherji Boston Celtics, hefur ákveðið að segja upp síðasta ári samnings síns við liðið og bætist því í fríðan hóp NBA-leikmanna með lausan samning, en eltingarleikurinn um LeBron, Chris Bosh, Amare Stoudemire, Joe Johnson og Dwayne Wade hefst á morgun.
Pierce hefði getað setið út síðasta árið og hirt 22 milljónir dala fyrir, en hann telur að samningsstaða hans sé betri nú en hún mun verða næsta sumar, þegar hann verður orðinn 34 ára.
 
Herma fregnir vestanhafs að hann sé að vonast til að fá fjögurra ára samning upp á 90 milljónir dala, sem er ansi mikil bjartsýni miðað við fjárhagsstöðu liða í deildinni og þá staðreynd að á næsta ári verður skrifað undir nýjan kjarasamning milli deildarinnar, liðanna og leikmanna, sem mun væntanlega lækka launaþakið til muna.
 
Boston velja eflaust halda í manninn, en ef allt fer á versta veg fyrir þá gætu þeir misst bæði Pierce og félaga hans Ray Allen, sem er með lausan samning.
 
Þá má geta þess að sögusagnir herma að Þjóðverjoinn Dirk Nowitzki sé að íhuga að gera það sama og Pierce, þ.e. að segja upp síðasta ári sínu til að fá betri langtímasamning í staðinn, en það hefur ekki verið staðfest.
 
Fréttir
- Auglýsing -