spot_img
HomeFréttirPhoenix Suns - Sjáum við sólirnar skína?

Phoenix Suns – Sjáum við sólirnar skína?

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

 

 

 

 

Phoenix Suns

 

Heimavöllur: Talking Stick Resort Arena

Þjálfari: Earl Watson

 

Helstu komur: Dragan Bender, Jared Dudley.
Helstu brottfarir: Mirza Teletovic.

 

Liði Phoenix Suns hefur einhvernveginn tekist að vera búnir að byggja upp í mörg ár, en vera samt áfram á sama stað. Burðarásar hafa verið mikið meiddir og árangurinn hefur ekki verið mikill síðustu tímabil. Nú hafa Phoenix aðdáendur fengið fengið nýja unga vonarstjörnu til þess að fylgjast með í Devin Booker, frábærri skyttu sem bætti sig mikið í fyrra. Viðbæturnar voru heldur litlar í sumar og þess vegna verða þeir áfram við botninn.

 

Styrkleikar Phoenix liðsins eru aðallega sterkir bakverðir, Eric Bledsoe, Brandon Knight og Devin Booker eru alt góðir leikmenn. Devin Booker er svo góð skytta og Tyson Chandler gefur þessu liði ákveðna reynslu sem þeir þurfa. Veikleikarnir eru svo margir. Liðið er reynslulítið og besti leikmaður liðsins, Bledsoe hefur verið mikið meiddur. Ég set svo spurningamerki við bæði vörnina og sóknina sem verða vel undir meðallagi í vetur. Engin úrslitakeppni í kortunum strax.

 

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Eric Bledsoe
SG – Devin Booker
SF – TJ Warren
PF – Jared Dudley
C – Tyson Chandler

 

Gamlinginn: Tyson Chandler. Varnartröllið hefur alveg séð betri daga en verður mikilvægur fyrir liðið.
Fylgstu með: Devin Booker, frábær ung skytta sem gæti sprungið út í vetur.

 

Spá: 26-56 – 14. sæti

Fréttir
- Auglýsing -