spot_img
HomeFréttirPhoenix Suns hlaut fyrsta valréttinn í nýliðavalinu

Phoenix Suns hlaut fyrsta valréttinn í nýliðavalinu

Það styttist óðum í nýliðaval NBA deildarinnar sem fram fer 21. júní næstkomandi í Brooklyn. Í kvöld fór fram lottóið sem ræður því í hvaða röð efstu 15 liðin munu velja nýliða sína í valinu. 

 

Phoenix Suns náðu fyrsta valrétt í fyrsta sinn í sögu liðsins, mestar líkur voru á að Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies fengju valrétti númer tvo og þrjú. Þessi lið féllu hinsvegar í lottóinu en Kings og Atlanta Hawks enduðu þar. Einungis 3,3% líkur voru á að Sacramento Kings næði í valrétt tvö og því heldur betur heppni sem liðið varð fyrir í kvöld. Bæði Orlando Magic og Charlotte Hornets fá sömu valrétti og fyrir ári síðan þrátt fyrir að liðin séu nú að koma úr arfaslöku tímabili. 

 

Valréttir 15-30 í fyrstu lotu og öll önnur lota ræðst af árangri liðanna í vetur. Talið er líklegt að val Phoenix Suns muni standa á milli Slóvenskra undursins Luka Doncic eða miðherjans Deandre Ayton þegar liðið verður fyrst til þess að velja í nýliðavalinu þann 21. júní. 

 

Niðurstöðu lottósins má finna hér að neðan:

 

1. Phoenix Suns

2. Sacramento Kings

3. Atlanta Hawks

4. Memphis Grizzlies

5. Dallas Mavericks

6. Orlando Magic

7. Chicago Bulls

8. Cleveland Cavaliers

9. New York Knicks

10. Philadelphia 76ers

11. Charlotte Hornets

12. Los Angeles Clippers

13. Los Angeles Clippers

14. Denver Nuggers

Fréttir
- Auglýsing -