spot_img
HomeFréttirPhoenix - San Antonio í beinni í nótt

Phoenix – San Antonio í beinni í nótt

19:05 

{mosimage}

Annar leikur Phoenix Suns og San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan hálf þrjú í nótt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir á stöðinni og rásum Sýnar næstu daga.  

Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Phoenix líkt og fyrsti leikur liðanna, en þar stal San Antonio sigri í frábærum leik sem sýndur var á Sýn á sunnudaginn. Phoenix verður því nauðsynlega að sigra í kvöld ef liðið á ekki að þurfa að fara undir 2-0 í næstu tvo leiki í San Antonio. 

Fyrir þá sem ekki treysta sér í vökunætur má geta þess að annar leikur Utah og Golden State aðfaranótt fimmtudagsins verður að öllu óbreyttu sýndur á Sýn á föstudagskvöldið. Þá verður Sýn Extra með beina útsendingu frá leik Chicago Bulls og Detroit Pistons á sunnudagskvöldið um klukkan 19:30.  

Þriðjud 8. maí Phoenix – San Antonio leikur 2 kl. 2:30

Miðvikud 9. maí Utah – Golden St. leikur 2 kl. 1:00

Fimmtud 10. maí Nánar auglýst síðar

Föstud 11. maí Golden St.- Utah leikur 3 kl. 1:00

Laugard 12. maí New Jersey – Cleveland leikur 3 kl. 21:00

Sunnud 13. maí Golden St – Utah leikur 4 kl. 1:00 

Mánud 14. maí New Jersey – Cleveland leikur 4 kl. 23:00

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -