13:13
{mosimage}
(Perry í leiknum gegn Fjölni með KR B)
Tindastóll hefur ráðið Philip Perry til liðsins en Perry lék með KR B í Lýsingarbikarnum gegn Fjölni í 32 liða úrslitum keppninnar og var sérstaklega ráðinn til KR B fyrir verkefnið.
Perry er með breskt ríkisfang og kemur inn í lið Tindastóls í stað Marcin Konarzewski sem nýverið var leystur undan samningi við félagið að eigin ósk.
Perry gerði 27 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar með KR B gegn Fjölni og á væntanlega eftir að nýtast Stólunum vel í baráttunni í Iceland Express deildinni en Tindastóll er í 10. sæti deildarinnar með 6 stig.
Perry er væntanlegur Norður á Krókinn síðar í dag en hans fyrsti leikur verður væntanlega gegn Keflavík á sunnudag í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins.



