spot_img
HomeFréttirPhiladelphia marði Phoenix í Köln

Philadelphia marði Phoenix í Köln

07:32

{mosimage}
(Allen Iverson var stigahæstur hjá Philadelphia)

Það verður Philadelphia 76ers sem mæta CSKA Moskvu í úrslitum á æfingarmótinu í Köln. Um 3. sætið spila Maccabi Tel Aviv og Phoenix Suns seinna í dag.

{mosimage}
(Shawn Marion var með 25 stig)

Philadelphia vann 103-100 og það var Allen Iverson sem var stigahæstur með 29 stig. Kyle Korver skoraði 20 af bekknum fyrir sixers. Hjá Phoenix var Shawn Marion með 25 stig og Leandro Barbosa bætti við 20.

Úrslitaleikirnir í dag verða síðustu leikir NBA Europe Live 2006.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -