spot_img
HomeFréttirPhiladelphia 76ers byrjað best allra liða í NBA deildinni - Lögðu Hornets...

Philadelphia 76ers byrjað best allra liða í NBA deildinni – Lögðu Hornets örugglega í nótt

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Philadelphia unnu heimamenn í 76ers lið Charlotte Hornets, 101-118. Philadelphia það sem af er tímabili með besta árangur allra liða í deildinni, unnið sex, en aðeins tapað einum. Hornets hinsvegar á hinum enda töflunnar, með tvo sigurleiki og fimm töp.

Atkvæðamestur í mjög jöfnu liði 76ers í leik næturinnar var framherjinn Tobias Harris með 22 stig og 5 fráköst, en sex aðrir leikmenn þeirra settu 10 stig eða fleiri á töfluna. Fyrir Hornets var það nýliðinn LaMelo Ball sem dróg vagninn með 12 stigum, 7 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Hornets og 76ers:

https://www.youtube.com/watch?v=mzJmWIuH0yU

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers 83 – 103 Orlando Magic

Charlotte Hornets 101 – 118 Philadelphia 76ers

New York Knicks 113 – 108 Atlanta Hawks

Oklahoma City Thunder 90 – 118 Miami Heat

Boston Celtics 126 – 114 Toronto Raptors

Dallas Mavericks 113 – 100 Houston Rockets

Detroit Pistons 115 – 125 Milwaukee Bucks

Indiana Pacers 118 – 116 New Orleans Pelicans

Sacramento Kings 106 – 137 Golden State Warriors

Fréttir
- Auglýsing -