Vestrið sigraði Austrið í Stjörnuleiknum í nótt þegar stigamet var sett í skorun. Haldið ykkur fast, 196:173 varð lokastaða kvöldsins en líkt og venjulega er varnarleikurinn ekki að plaga leikmenn þessa helgina. Kobe Bryant var að leika sinn síðasta stjörnuleik og lét sér nægja að skora 10 stig en stendur hinsvegar uppi eftir leikinn sem stigahæsti leikmaður Sjtörnuleikjana með 290 stig á þeim ferli. Russell Westbrook var svo valinn besti leikmaður leiksins.



