spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaPétur vill halda Igor og Dominykas í Keflavík

Pétur vill halda Igor og Dominykas í Keflavík

Pétur Ingvarsson nýráðinn þjálfari Keflavíkur staðfesti í samtali við Vísi að félagið hyggðist reyna að ná að framlengja samningum sínum við þá Igor Maric og Dominykas Milka og að viðræður við leikmennina væru hafnar.

Báðir áttu Dominykas og Igor nokkuð góð tímabil fyrir Keflavík. Dominykas með 17 stig, 9 fráköst og Igor 12 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik. Enn frekar segir Pétur að félagið hefði ekki hafið viðræður við Jaka Brodnik um að framlengja samning við hann, en ekki væri víst hvort af því yrði.

Þá staðfesti Pétur einnig að hvorugur sona hans Hilmar og Sigurður Péturssynir væru á leiðinni til Keflavíkur, en færi svo að frændi hans Kári Jónsson myndi yfirgefa deildarmeistara Vals væri líklegt að félagið reyndi að næla í starfskrafta hans.

Fréttir
- Auglýsing -