spot_img
HomeFréttirPétur verður með Laugdælum í 1. deild

Pétur verður með Laugdælum í 1. deild

13:05
{mosimage}

 

(Pétur Már) 

 

Borgnesingurinn Pétur Már Sigurðsson mun leika með Laugdælum í 1. deild karla á næstu leiktíð en hann mun stunda nám á Laugarvatni næsta vetur við Íþróttakennaraháskóla Íslands. Þetta staðfesti Pétur í samtali við Karfan.is í dag og er nýliðum Laugdæla sannur happafengur.

 

,,Ég er búinn að gera munnlegt samkomulag við Laugdæli um að leika með þeim í 1. deild á næstu leiktíð. Ég tel það henta mér best upp á skólann að gera og þá er ég einnig enn tæpur á meiðslunum svo ég ætla mér ekki út í neitt sem ég get ekki staðið við,” sagði Pétur sem hefur lengi mátt glíma við hnémeiðsli.

 

,,Ég er búinn að fá nokkur tilboð frá liðum á Suðurlandi en Laugdælir liggja vel við höggi. Mér sýnist liðið vera með þokkalegan mannskap en það verður enginn erlendur leikmaður í okkar röðum,” sagði Pétur sem óneitanlega verður einn af burðarásum Laugdæla á næstu leiktíð.

 

,,Kjarninn í liðinu er ágætur og ég sé að hjá Laugdælum verðum það við sem höfum meiri reynslu í úrvalsdeild en aðrir sem munum taka meiri ábyrgð í liðinu svo ég hlakka bara til,” sagði Pétur sem stefnir að því að komast að hjá bæklunarlækni í von um að vinna endanlega bót á hnémeiðslum sínum.

 

,,Ég hef verið í styrktarprógrammi í sumar og verið duglegur að hjóla og það hefur hjálpað til,” sagði Pétur sem lék 22 deildarleiki með Skallagrím á síðustu leiktíð og gerði í þeim að jafnaði 9,6 stig í leik.

 

[email protected]

Mynd: Svanur Steinarsson

Fréttir
- Auglýsing -