spot_img
HomeFréttirPétur: Verðum á réttum stað á réttum tíma

Pétur: Verðum á réttum stað á réttum tíma

13:48
{mosimage}

(Pétur Guðmundsson)

Bikarmeistarar Grindavíkur mæta Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í Röstinni í kvöld kl. 19:15. Ekkert annað en sigur dugir hjá Grindavík ætli gular sér að eiga möguleika á því að leika í A hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp í tvo hluta eftir þrjár umferðir. Karfan.is náði tali af Pétri Guðmundssyni fyrir skemmstu en hann á von á stórskemmtilegum leik í kvöld og hvetur sem flesta til þess að mæta á leikinn.

Leikurinn í kvöld er ykkur gríðarlega mikilvægur. Það dugir ekkert annað en sigur annars munið þið leika í B hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp. Eru þínir leikmenn þessu verkefni vaxnir?
Þessi leikur verður stórskemmtilegur eins og fyrri viðureignir við þær. Við ætlum okkur auðvita sigur í þessum leik en það verður erfitt á móti sterku liði Keflvíkinga. Leikmenn mínir eru tilbúnir í slaginn og sú reynsla sem þær hafa fengið á þessu tímabili er ómetanleg í þau átök sem er framundan og ég hef ekki áhyggjur að þær séu ekki tilbúnar í slaginn.

Þið unnuð nauman sigur á Keflavík í Toyotahöllinni í spennuleik, hvað var það sem gaf vel í þeirri viðureign?
Sigur okkar í Keflavík var mjög góður, það er alltaf gaman að sigra sterkt lið og ég tala nú ekki um á þeirra heimavelli. Liðsheildin og andlegur styrkur í þeim leik skóp þann sigur. Við vorum tilbúin í að spila okkar bolta og setja þær línur sem við vildum að yrði spilað í þeim leik. Ég á nú von á ennþá erfiðari leik í kvöld þar sem að Keflavíkurliðið ætlar hefna ófaranna og kemur gríðalega sterkt til leiks, gerið ég ráð fyrir. En það gera auðvita mínar stelpur líka.


Um þessar mundir er Grindavík í 6. sæti deildarinnar, telur þú að liðið þurfi á aðstoð erlends leikmanns að halda og er eitthvað slíkt í farvatninu?
Ég tel ekki að við þurfum á aðstoð erlends leikmanns. Ég ákvað það strax í byrjun að taka ekki annan erlendan leikmann eftir að við létum Tiffany fara. Með því að losa okkur við erlendu leikmenn okkar, þá erum við í raun að missa um 50% af allri tölfræði frá því í fyrra og það tekur tíma fyrir leikmenn að koma sér í nýtt hlutverk og valda því að vera gera hlutina sjálfar. Við munum vera á réttum stað á réttum tíma.

Við hverju býst þú frá Keflavík í kvöld?
Keflavík er þekkt stærð og það er ekkert sem mun koma sérstaklega á óvart í kvöld að ég held. Þetta er sterkt lið sem við þurfum að leggja mikið á okkur til að sigra og ég veit að stelpurnar hafa hlakkað til þessa leiks í langan tíma. Þetta eru alltaf skemmtilegir og spennandi leikir og því verður fróðlegt að sjá hvernig hann mun spilast. En ég á ekki von á að þessi lið komu hvort öðru á óvart.

Ég vil nýta tækifærið og hvetja fólk til að fjölmenna á þennan leik, þetta verður skemmtilegur leikur og þarna er spilaður góður körfubolti sem er gaman að horfa á.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -