spot_img
HomeFréttirPétur: Var kominn í ákveðið þrot með liðið

Pétur: Var kominn í ákveðið þrot með liðið

10:30

{mosimage}

 

(Pétur Ingvarsson) 

 

Eftir tæplega 10 ár við stjórnvölin í Hveragerði er Pétur Ingvarsson hættur með Hamar. Hann hóf nú sitt tíunda tímabil með liðið í ár og hefur ákveðið í sameiningu við stjórn félagsins að láta af störfum. Pétur sagði við Karfan.is að hann hefði verið kominn í þrot með liðið sem hefur unnið einn leik og tapað fjórum til þessa og situr í 10. sæti Iceland Express deildarinnar.

 

,,Þetta var ákveðið í sameiningu og ég var kominn í ákveðið þrot með liðið. Bæði leikmenn og stjórnin vilja væntanlega betri árangur en þetta og ég kannski orðinn þreyttur og þeir óþolinmóðir. Ég tel að þetta sé bæði fínn endir fyrir mig og fínt upphaf hjá báðum aðilum,” sagði Pétur og bætti við að leiðir hans og Hamars hefðu skilið í mesta bróðerni.

 

,,Þetta er búið að vera langur tími og það er ekki oft sem þjálfarar og íþróttadeildir hafa átt svona langt samstarf hérna á Íslandi. Ætli þetta verði ekki merkilegra afrek eftir nokkur ár að hafa tollað svona lengi,” sagði Pétur. Hann benti einnig á að hann væri kominn með stóra fjölskyldu og þá væri þetta orðið ansi erfitt.

 

,,Ég er ekki búinn að útiloka eitt né neitt en þetta er búið að vera allt í allt rúm 20 ár sem þjálfari og leikmaður og mikill tími farið í þetta hjá mér og á síðari árum hefur þetta bara orðið tímafrekara,” sagði Pétur sem skilur sáttur við Hamar og kvaðst spenntur fyrir eftirmanni sínum.

 

Hver tekur við Hamri? Karfan.is greinir frá því innan skamms!!!

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -