spot_img
HomeFréttirPétur um úrslitaeinvígi Þórs og Keflavíkur "Vonandi sjá dómarar í þessum leikjum...

Pétur um úrslitaeinvígi Þórs og Keflavíkur “Vonandi sjá dómarar í þessum leikjum betur í gegnum leikaraskap”

Karfan fékk fyrrum landsliðsmanninn og núverandi þjálfara Breiðabliks Pétur Ingvarsson til að spá í einvígi Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem hefst á miðvikudaginn í Keflavík. Þórsarar hafa komið öllum á óvart nema þeim sjálfum með frábærum leik á þessu tímabili, en liðið endaði í öðru sæti deildarinnar, þvert ofan í allar spár.

Pétur um við hverju megi búast af úrslitaeinvíginu:

Hraði og hraðastjórnun;

Þetta verða hraðir leikir eins og Þór vill spila en Keflavík hafa ekki verið neitt hræddir við að keyra með liðum og treysta á vörnina sem er líklega sú besta í vetur. Keflavík/Hörður Axel munu svo  stjórna hraðanum þegar það þarf.

Harka og leikaraskapur;

Eins og í úrslitakeppnum hingað til eykst harkan verulega og bæði liðin eru nokkuð hörð af sér og eru ekki að bakka fyrir neinum. Leikaraskapur hefur aftur á móti verið að aukast verulega í úrslitakeppninni, vonandi sjá dómarar í þessum leikjum betur í gegnum leikaraskap en hefur verið gert hingað til.

Uppstig og niðurstig;

Hver stígur upp á stóra sviðinu og hver á eftir að missa allt niðrum sig vegna pressu gæti haft úrslita áhrif, bæði liðinn eru með leikmenn sem eru kandídatar í þetta. Núna verður tækifærið að láta ljós sitt skína og skipta máli fyrir minni spámenn og svo aðalmenn að koðna niður.

Pétur um hvernig úrslitaeinvígið eigi eftir að spilast:

Keflavík vinnur heimaleikina og Þór vinnur heimaleikina  

3-2 Keflavík

Keflavík tekur á móti Þór í fyrsta leik annað kvöld miðvikudag 16. júní kl. 20:15 í Blue höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -