spot_img
HomeFréttirPétur: Stefnan að verða eitt af bestu liðunum í íslenskum körfuknattleik

Pétur: Stefnan að verða eitt af bestu liðunum í íslenskum körfuknattleik

,,Þessi vetur hefur verið mjög skemmtilegur og erum við búnir að uppskera eins við erum búnir að sá. Leikmenn, stjórn og aðstandendur félagsins eru mjög sáttir og hafa miklar æfingar og mikill dugnaður skilað þessum deildarmeistaratitli," sagði Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ sem um helgina fékk það staðfest endanlega að liðið myndi leika í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Staðfestingin kom þegar Skallagrímur tapaði fyrir Hetti í Borgarnesi í gær.
,,Það má samt ekki gleyma því að það eru tveir leikir eftir af tímabilinu og stefnum við að því að klára þá af fullum krafti. Ekkert verður slakað á æfingum fyrr mótið er búið. Ég er farinn að hugsa svolítið um næsta tímabil og þar stefni ég auðvitað að reyna að halda sama mannskap en það er of snemmt að fara að tala um það núna. Leyfum tímabilinu að klárast," sagði Pétur en boðar grimmt sumar við æfingar.
 
,,Fyrir þá leikmenn sem verða á Ísafirði í sumar verða grimmar æfingar hjá mér og styrktarþjálfaranum mínum Jóni Oddsyni. Þar er mikill fagmaður á ferð."
 
Metnaðurinn er einnig til staðar á Ísafirði:
 
,,KFÍ vill spila í efstu deild og er stefnan að vera eitt af bestu liðunum í íslenskum körfuknattleik. Svo að það gerist þarf samvinnu, dugnað og mikla vinnu."
 
Mynd/ [email protected] Pétur er ekki smeykur við áhorfendur í Keflavík og bregður hér á leik með þeim í undanúrslitum bikarkeppninnar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -