spot_img
HomeFréttirPétur Rúnar um Brynjar Þór: Stundum á hann ekkert erindi inn á...

Pétur Rúnar um Brynjar Þór: Stundum á hann ekkert erindi inn á körfuboltavöll

KR tók forystuna í úrslitaeinvígi Dominos deildar karla í kvöld með sigri á Tindastól í Síkinu. Leikurinn var æsispennandi og réðst á lokaandartökunum. 

 

Þegar nærri 20 sekúndur voru eftir setti Pétur Rúnar Birgisson geggjað þriggja stiga skot til að jafna leikinn og KR átti boltann. Að lokum endaði boltinn hjá Brynjari Þór sem setti flautukörfu til að tryggja sigurinn í leiknum á ævintýralegan hátt. Meira um leikinn hér. 

 

 

Pétur Rúnar Birgisson var frábær í leiknum en hann lenti í atviki þar sem hann og Brynjari lentu saman og Pétur lág eftir. Í viðtali við RÚV.is eftir leik lét Pétur Brynjar heyra það og sagði „Þetta er fáránlegt og á ekki heima í körfubolta,“ 

 

KR er komið í 2-1 forystu í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í DHL-höllinni næsta laugardagskvöld kl 20:00.

 

Viðtal RÚV við Pétur Rúnar má finna hér í heild sinni .

Fréttir
- Auglýsing -