Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Lið Tindastóls heimsækir Stjörnuna í kvöld kl. 19:15.
Pétur Rúnar:
"Ég er nú ekki með einhver sérstakan lista sem ég þarf að hlusta á fyrir hvern leik enn þetta eru svona lög sem koma mér í gírinn"
Leiðin okkar allra – Hjálmar
Ég meina ef þetta er nógu gott fyrir Gunna Nels þá er það nógu gott fyrir mig.
Sorry – Justin Bieber
Hann er einfaldlega með allt upp um sig í augnablikinu og þetta lag er með þeim betri frá honum
Dansaðu vindur – Eivör
Það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að vera að raula það þrem tímum síðar, best að hlusta með nokkrum liðsfélögum og láta alla taka undir.
Headlines – Drake
Hef alltaf hlustað mikið á Drake og þetta er uppáhaldslagið mitt með honum þannig það ratar á listann.
100.000 – Úlfur Úlfur
Það sem ég er nú skagfirðingur verður þetta að fljóta með.
Black skinhead – Kanye West
Þegar maður hlustar á þetta verður maður peppaður í hvað sem er.
Áður höfðum við fengið lista frá: