Pétur Rúnar Birgisson var á dögunum valinn íþróttamaður Skagafjarðar árið 2016 auk þess sem Israel Martin var valinn þjálfari ársins af UMSS.
Pétur hefur verið lykilmaður í liði Tindastóls á árinu og var í U20 landsliðinu sem varð í öðru sæti í B-deild evrópukeppninnar og mun þar að leiðandi leika í A-deildinni á næsta ári. Fyrir stuttu var hann svo valinn í úrvalslið fyrri umferða Dominos deildar karla.
Pétur Rúnar og Israel gátu ekki tekið við viðurkenningunum er þær vour afhenntar. Því var gripið til þess að afhenta verðlaunin á æfingu Tindastóls. Myndband að þessu má sjá hér að neðan.
Mynd / Hjalti Árnason



