spot_img
HomeFréttirPétur Rúnar eftir leik í Grindavík "Lélegur fyrri hálfleikur varð okkur að...

Pétur Rúnar eftir leik í Grindavík “Lélegur fyrri hálfleikur varð okkur að falli”

Grindvíkingar tóku á móti Tindastólsmönnum í kvöld og sýndu þeim litla gestrisni inni á vellinum. Þegar upp var staðið var sigur Grindvíkinga, 93-83, öruggur og sanngjarn.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Pétur Rúna Birgisson, leikmann Tindastóls, eftir leik í HS Orku Höllinni:

“Þetta var erfitt hjá okkur, enda spiluðum við mjög illa í fyrri hálfleik. Það er erfitt að vera að elta nánast allan tímann og þessi slæma byrjun okkar var í raun eins og hola sem við náðum aldrei að komast upp úr. Vissulega sýndum við ágætan leik í þriðja leikhluta, en það bara var of seint. Við verðum að gjöra svo vel að þjappa okkur saman, það er einn leikur eftir af deildakeppninni og hann ætlum við að vinna; það gerist þó ekki ef við spilum svona illa helminginn af leiknum eins og við buðum uppá hér í kvöld.”

Fréttir
- Auglýsing -