spot_img
HomeFréttirPétur: Mikil rimma en spái Keflvíkingum sigri

Pétur: Mikil rimma en spái Keflvíkingum sigri

Njarðvík og Keflavík eigast við í Iceland Express deild karla í kvöld en rimmur þessara liða eru fyrir margt löngu síðan orðnar þjóðþekktar sem einhverjar mestu rimmur sem í boði eru. Karfan.is ræddi við Pétur Sigurðsson þjálfara KFÍ um leik kvöldsins en Pétur telur Keflvíkinga sigurstranglegri og kannski ekki að ósekju enda Keflvíkingar ríkjandi bikarmeistarar og unnu síðustu deildarviðureign gegn Njarðvík með 20 stiga mun.
,,Þetta verður án ef mikil rimma eins og vanaleg með þessi tvö lið. Eins og ég sé þetta eru útlendingarnir í þessu liðum svipað sterkir og eiga eftir að gera sitt. Keflvíkingar þurfa setja mikla pressu á Elfar og reyna að halda honum niðri. Og aftur á móti þurfa Njarðvíkingar að halda Magga Gunn í skefjum og láta hann taka erfið skot, en það getur verið frekar erfitt (stundum virðast öll skot vera góð skot fyrir hann)," sagði Pétur og telur að í leikslok verði það reynslan sem vega muni þungt.
 
,,Kæmi mér ekki á óvart að mikil harka og barátta kæmi það niður á gæðum leiksins og á leikurinn eftir að vinnast varnarmegin á vellinum. Ég spái Keflvíkingum sigri í þessum leik og mun reynslan koma sér vel í restina á leiknum."
 
  
Fréttir
- Auglýsing -