spot_img
HomeFréttirPétur Már á Suðurlandið?

Pétur Már á Suðurlandið?

14:00
{mosimage}

 

(Pétur í leik með Sköllunum gegn Njarðvík) 

 

Bakvörðurinn Pétur Már Sigurðsson verður að öllum líkindum ekki með Skallagrímsmönnum í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Pétur Már hefur lagt inn umsókn til náms í Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni ásamt konu sinni og fái þau jákvætt svar mun hann halda til náms að Laugarvatni. Pétur sagði í samtali við Karfan.is að ef hann fengi inn í skólann væri hann opinn fyrir öllu en hann væri ekki farinn að hugsa svo langt.

 

,,Það er ljóst að ég verð ekki með Skallagrím ef við komumst inn í skólann og ég hef ágæta tilfinningu fyrir umsókninni,” sagði Pétur sem gerði 9,6 stig að meðaltali í leik með Skallagrím í vetur sem hafnaði í 6. sæti deildarkeppninnar og datt út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Grindavík.

 

,,Ég gæti alveg séð mig spila í 1. deildinni en undanfarið hef ég gert lítið annað en að styrkja mig en tímabilið var mér erfitt þar sem ég hef verið að glíma við meiðsli í hásin og hné,” sagði Pétur sem hefur í tvígang fariði í speglun á hné. ,,Ég ætla að nýta sumarið í endurhæfingu og reyna að styrkja mig en ég er annars opinn fyrir öllu,” sagði Pétur.

 

Ef þessi öfluga þriggja stiga skytta heldur í nám að Laugarvatni eru nokkrir kostir í stöðunni. FSU er nærsta liðið sem leikur í úrvalsdeild en fjögur önnur lið verða í 1. deildinni næsta vetur. Það eru Laugdælir, Hrunamenn, Þór Þorlákshöfn og Hamar Hveragerði og verður fróðlegt að sjá hvar þessi kraftmikil skotbakvörður mun lenda.

 

[email protected]

Mynd: Svanur

Fréttir
- Auglýsing -