16:40
{mosimage}
Breytingar hafa orðið hjá Ármanni en Pétur Ingvarsson hefur tekið við þjálfun liðsins og mun stýra sinni fyrstu æfingu í kvöld. Gunnlaugur Elsuson sem hefur stýrt liðinu það sem af er tímabili mun einbeita sér að spilamennsku með liðinu.
Karfan.is heyrði hljóðið í Pétri og spurði hvað hefði komið til:
„Mig var farið að langa að þjálfa aftur, hálfum mánuði eftir að ég hætti með Hamar var ég búinn að hvíla mig nóg og eftir mánuð var mig farið að langa að þjálfa. Ég mun klára þetta tímabil með Ármanni og það er á hreinu að ég myndi ekki taka þetta að mér ef ég hefði ekki trú á að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Liðið er skipað mörgum fínum leikmönnum sem ég bæði þjálfað og leikið á móti og svo er Ármann ekki ósvipað lið og ég hef verið með í Hveragerði undanfarin ár. Stór maður í teignum og mikið af skotmönnum fyrir utan. Ég held að þeir hafi svigrúm til að bæta sig sem einstaklingar og þeir geta líka orðið mikið betra lið. Það eru margir gríðarlega reynslumiklir leikmenn í liðinu sem margir hverjir hafa verið byrjunarliðsmenn í Úrvalsdeildarliðum auk þess sem kaninn hefur Úrvalsdeildarreynslu.“
En hvernig kom þetta til?
„Gunnlaugur þjálfari liðsins hafði samband við mig og sagðist vilja einbeita sér að spilamennskunni, þá hefðu Ármenningar áhuga á að komast í úrslitakeppnina og þegar þangað væri komið væru bara sett önnur markmið“
Það má til gamans geta að Pétur stýrði liði Hamars upp úr 1. deild á sínum tíma en þá náði liðið í síðasta sætið í úrslitakeppninni og komst upp eftir spennuþrungið einvígi gegn Þór Þ. þar sem liðið vann m.a. tvíframlengdan leik og svo unnu þeir ÍR í úrslitaeinvíginu.
[email protected]/ [email protected]
Mynd: [email protected]



