spot_img
HomeFréttirPétur Ingvarsson tekur aftur við Hamri

Pétur Ingvarsson tekur aftur við Hamri

Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Hamri. Hann tekur við af Andra Þór Kristinssyni sem mun ekki þjálfa liðið lengur en hann tók við liðinu í sumar.

 

Hamar vann síðasta leik sinn með 35 stigum gegn Ármanni um helgina en hafði tapað þrem leikjum þar á undan. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig eftir 12 umferðir.

 

Þetta staðfesti Lárus Ingi Friðfinnsson formaður körfuknattleiksdeildar Hamars í samtali við Karfan.is nú í hádeginu. Hann sagði að viðskilaðurinn við Andra hefði verið á góðu nótunum en hlutirnir hefðu ekki gengið eins og vonast hafði verið eftir.

 

Hamar hefur nú þegar ráðið eftirmann Andra en Pétur Ingvarsson er mættur aftur til Hveragerðis eftir níu ára pásu. Þar á undan hafði hann stjórnað liðinu í níu ár og þekkir því vel til. Síðan hefur hann þjálfað bæði Ármann og Skallagrím í stuttan tíma auk þess sem þjálfaði Hauka á árunum 2007-2011.

 

Síðustu tvö tímabil hefur hann verið aðstoðarmaður Ívars Ásgrímssonar hjá Haukum. Lárus staðfesti þess og sagði samkomulag hafa náðst við Hauka og Pétur því formlega tekinn við stýrinu í Hveragerði. 

 

 

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -