spot_img
HomeFréttirPétur Ingvarsson: Kominn heim eftir 10 ár

Pétur Ingvarsson: Kominn heim eftir 10 ár

07:15

{mosimage}

Á laugardag réðu Haukar Pétur Ingvarsson sem þjálfara meistaraflokks karla og er samningurinn til fimm ára. Pétur stjórnaði Hamar frá Hveragerði í tæp 10 ár og fór með liðið úr 1. deildinni í úrvalsdeild. Hamar spilaði tvisvar til úrslita í bikarkeppni KKÍ. Pétur lét af störfum hjá Hamri fyrr í vetur og eftir stutta pásu stjórnaði hann Ármenningum á endasprettinum í 1. deild karla. Pétur sagði í samtali við Karfan.is að stefnan væri að fara upp með Hauka en jafnframt að hugsa til lengri tíma.

,,Mér líst vel á þetta er kominn heim eftir 10 ár og er að taka við þjálfunin liðsins, ég get ekki verið annað en spenntur,” sagði Pétur við Karfan.is og sagðist taka við góðu búi frá félaga sínum Henning Henningssyni sem stjórnaði Haukum í fyrra. ,,Hér er mikið af efnilegum strákum og mitt verk er að láta þessi efnilegu stráka verða góða leikmenn.”

Pétur sagði að takmark Hauka á næsta tímabili væri að fara upp um deild en þeir féllu úr úrvalsdeild í fyrra eftir 24 ára veru meðal þeirra bestu. Aðeins KR og Njarðvík hafa verið lengur í úrvalsdeild. ,,Ég er ekki kominn til að vera sáttur við neitt annað en að Haukar verði úrvalsdeildarlið þannig að stefnan er að fara upp í úrvalsdeild. Reyndar er 1. deildin mjög sterk og hefur styrkst undanfarin ár og ég reikna með að hún verði mjög sterk áfram þannig að það verður mjög erfitt að fara upp. En ef menn komast ekki upp úr 1. deildinni þá hafa þeir svo sem ekkert að gera í efstu deild,” sagði Pétur og sagði sína stefnu skýra. ,,Það er skýrt af minni hálfu og sú krafa verður sett á leikmenn og það álag sem þarf til þess að menn verði samkeppnishæfir um að komast upp.”

Samningur Hauka og Péturs er til fimm ára og Pétur sagði það vott um það starf sem er framundan. ,,Ætli ég verði ekki kominn á eftirlaun þegar þetta klárast,” sagði Pétur á léttu nótunum og bætti við að það eru endurskoðunar ákvæði í samningum. ,,Þetta er ekki mjög traustur starfsvettvangur en það táknræna er að þetta er til lengri tíma og ég er ánægður með það. Á þar síðasta stað í Hveragerði var í rúm níu ár og þá var það næstum því óþekkt að þjálfarar starfi svona lengi hjá sama liði. Vonandi næ ég að bæta það met núna.”

Tímabilið hjá Pétri:
7. nóvember 2007 – Pétur hættur hjá Hamri
28. febrúar 2008 – Pétur Ingvarsson tekur við Ármenningum
12. apríl 2008 – Pétur Ingvarsson tekur við Haukum

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -